VELFAC EDGEVELFAC ENERGYVELFAC CLASSICVELFAC HURÐIRLACUNA FELLIHURÐIR

VELFAC gluggar

Velfac - Vinduer for livetVELFAC gluggar eru hágæða nútímalegir gluggar á sanngjörnu verði. Einstök verkfræðileg hönnun og vönduð smíði VELFAC glugga setur þá í fremstu röð þegar kemur að styrk og endingu, kröfum um orkusparnað og hámarks nýtingu dagsbirtunnar.

VELFAC gluggar eru sérsmíðaðir samkvæmt þínum óskum. Allt frá stærð glugga, litasamsetningu ytra- og innra birðis niður í áferð og útlit handfanga.

Allt frá árinu 1952 hafa hönnuðir og verkfræðingar VELFAC unnið að þróun gluggana til að mæta síauknum kröfum um gæði, endingu og virkni.

Að innan er sérvalinn samlímdur gæða kjarnviður sem eykur endingu gluggans og minnkar viðhald. Viðurinn er fyrst þrýstivarinn með fúavörn og síðan málaður með bestu efnum sem völ er á

Að velja glugga til framtíðar er mikilvæg fjárfesting. Þess vegna borgar sig að vanda valið og skoða alla kosti með tilliti til mestu gæða, flottrar hönnunar, orkusparnaðar og góðrar endingar. Með VELFAC gluggum sameinar þú alla þessa kosti.

 

VELFAC gluggar hafa verið prófaðir og vottaðir af öllum viðurkendum fagaðilum danska gluggaiðnaðarins.

VELFAC gluggar hafa verið prófaðir og vottaðir af viðurkenndum fagaðilum danska gluggaiðnaðarins.

Leiktu þér með litina

Leiktu þér með litina í VELFAC gluggum

Möguleikar á litum og áferð ytri álramma VELFAC glugga eru margir. Hægt er að velja um sterka innbrennda pólýester húð í miklu litaúrvali RAL litakerfisins. Einnig er hægt að velja metalic áferð með litunum RAL 9006 og RAL 9007, anodíserað (fægður málm litur), silfurlitað eða gulllitað. Innri tréramma VELFAC glugga er hægt að velja með glærri viðaráferð sem dregur fram hlýleika viðarins eða með lituðu yfirborði í hinum fjölmörgu RAL litum. Skoðaðu RAL litakerfið með því að smella hér (PDF skjal)

Haltu hitanum inni og kuldanum úti

Einangrunareiginleikar VELFAC glugga eru miklir

Vegna vaxandi kröfu um orkusparnað hefur VELFAC þróað nýja kynslóð glugga: VELFAC Edge og Energy sem hafa allt að 40% meira einangrunargildi en eldri gerðir. Án þess að breyta hinu sígilda útliti VELFAC gluggana hafa verið gerðar gagngerar breytingar á eldri gerðum sem allar miða að því að auka endingu, minnka varmatap og spara orku. Auk endurbættrar hönnunar á pakkningum er kuldabrúin í VELFAC Edge og Energy gerð úr koltrefjaefni sem hefur mjög litla varmaleiðni og er gríðarlega sterkt og endingargott efni.

VELFAC gluggar eru glerfínir

Allir gluggar frá VELFAC koma með tvöföldu einangrunargleri með lágri kólnunartölu (U-gildi). Einnig er boðið upp á þrefalt gler ef óskað er. Glerið er tært og hleypir hámarks birtu inn í húsið. Örfilma innan á innra glerinu (low-emissivity coating eða Low-e) endurkastar útfjólubláum geislum sólar og varnar því að hættulegir geislarnir komist inn. Ef óskað er eftir aukinni sólarvörn er hægt að velja á milli tveggja mismunandi sólarvarnarglerja í VELFAC glugga; SUN25  og SUN35.

VELFAC býður einnig möguleika á öryggis- og hljóðeinangrandi gleri ásamt vali á skreyttu- og sandblásnu gleri. Allt gler í VELFAC gluggum er vottað samkvæmt BS EN 1279 Evrópustaðli. Öryggisgler frá VELFAC er vottað samkvæmt BS/EN 356 og BS/EN 1063 stöðlum. Eldvarnargler er einnig í boði og hefur verið prófað og fengið vottun samkvæmt BS EN1363-1/2, 1364-1 og 1634-1 stöðlum.

Hafðu samband í síma 571 0910 og fáðu nánari upplýsingar um gler í VELFAC glugga.

Samlímdur viðarrammi

Trérammarnir í VELFAC gluggum eru allir samlímdir. Kjarnviður er notaður á ytra birði rammans til þess að koma í veg fyrir að glugginn verpist eða að vindist upp á hann.  Aðeins er notaður úrvals umhverfisvottaður viður sem fenginn er úr ræktuðum skógum Norður Evrópu. Fyrir hvert tré sem fellt er í skógunum er að minnsta kosti einu tré plantað í staðinn.

Hleyptu meiri birtu inn í lífið

Þegar við erum umkringd birtu og sólarljósi fáum við meiri orku í kroppinn og okkur líður betur. Þess vegna ætti það að vera kappsmál að hleypa eins mikilli birtu inn í híbýlin okkar eins og kostur er. Hversu mikið ljósmagn flæðir inn í húsin okkar er að stórum hluta komið undir hönnun gluggana. VELFAC  gluggakerfið hleypir allt að 50% meiri dagsljósi inn til okkar en önnur gluggakerfi. Það er vegna þess sem VELFAC gluggakerfið býður upp á stærsta glerflöt í glugga eins og mögulegt er.

Vertu bjartsýn(n) á tilveruna

Hefðbundinn gluggi vs VELFAC 200

Ólíkt hefðbundnum gluggakerfum hleypa opnanleg fög VELFAC EDGE og ENERGY glugga jafn mikilli birtu inn í húsið og fastir gluggar. Einstök hönnun VELFAC glugganna gerir það að verkum að opnanlegar einingar eins og fög, rennihurðir og svalahurðir líta eins út að utan og hafa sama ljósop. VELFAC gluggar sameina netta og stílhreina hönnun og mikið einangrunargildi.

Rafstýrð opnun

VELFAC gluggar sem eru opnanlegir eru fáanlegir með rafstýrðri opnun.  Þetta er sérlega hentugt þar sem gluggar eru hátt uppi á veggnum eða þar sem opnunin er tölvustýrð. Mótorinn er falinn inni í trékarminum svo hann er ekki sýnilegur. Gluggarnir fást með þremur keðjulengdum: 60 mm, 210 mm eða 440 mm.

Útskýringar á mismunandi mælistuðlum

Mælistuðlar

VELFAC Edge - Nýjung með kanti

Hleyptu dagsljósinu inn með nýrri tegund af gluggum, sem hæfa byggingum frá 1960 til 2000. Með VELFAC Edge færðu nýja vöru með 30 ára reynslu.

Endurnýjun bygginga frá 1960 til 2000, gerir kröfu um bæði útlit og getu. Með VELFAC Edge færðu glugga með tvöföldu gleri sem henta vel fyrir byggingar frá þessum tíma og hafa nýja og spennandi ásýnd.  Sterkbyggð hönnun glugganna hefur árlega verið þróuð og betrumbætt frá árinu 1985, sem þýðir að þú færð margprófaða og haldbæra lausn.

  • Hentar vel til endurnýjunar og nýbyggingar
  • Stærri glerflötur hleypir meiri birtu inn í húsið
  • Nettur, glæsilegur og sterkbyggður
  • Aftarlega staðsett fúga/falin fúga fyrir svífandi ramma
  • Innbyggður öryggispakki
Velfac - Vinduer for livet
VELFAC Energy 200

VELFAC Energy

VELFAC Energy glugginn einkennist af einstakri, stílhreinni og tímalausri hönnun með einföldum og skörpum línum. Nettur karmur gluggans eykur glerflöt hans og veitir þar með meiri dagsbirtu inn í húsið.

Gluggarnir passa vel í nýbyggingar og til endurbóta þegar flötur hússins að utan á að vera stílhreinn. Einstök hönnunin gerir það að verkum að enginn sýnilegur munur er á gluggum, renni- eða svalahurðum, óháð opnunareiginleikum. Hönnunin undirstrikar hreinar línur hússins og gefur því spennandi og nútímalegt útlit.

Með valfrjálsu litavali að utan sem innan og miklu úrvali af aukahlutum uppfyllir VELFAC Energy kröfur til glugga í nútíma húsum.

VELFAC Classic

Til þess að koma til móts við stolta eigendur eldri bygginga sem vilja varðveita klassískt útlit þeirra en jafnframt fylgja ströngustu kröfum um einangrunargildi, styrk og endingu bjóðum við nú VELFAC Classic ál/tré glugga.

Gluggarnir eru smíðaðir eftir fyrirmynd gluggameistara Danebrog sem þekktir voru fyrir stílhreinar skreytingar á hinum konunglegu byggingum Danaveldis og þótt víðar væri leitað.

VELFAC Classic gluggar eru smíðaðir úr úrvals samlímdum kjarnviði og klæddir að utan með nær viðhaldsfrírri stílhreinni álkápu sem eykur endingu.

[/dt_vc_list][/vc_column]

VELFAC Hurðir

VELFAC ál/tré hurðir og VELFAC álhurðir eru hannaðar með styrk og endingu í huga.

Hurðirnar eru sérsmíðaðar og því eru fá takmörk fyrir útfærslum og hönnun. Hægt er að fá þær sem álklæddar tréhurðir sem henta vel sem dyr fyrir íbúðarhúsnæði eða sem álhurðir fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hurðirnar frá okkur koma tilbúnar til ísetningar.

Myndband sem sýnir virkni rennihurða

Sjá nánar í bækling hér
Sjá nánar í bækling hér

Sýningarsalur Lacuna

LACUNA Fellihurðir

Velkomin/n í heim sem leyfir opnun heimilis útí náttúruna með Lacuna fellihurð

Markmið Lacuna er að vera bestir í framleiðslu fellihurða á heimsvísu. Þess vegna eru allar hurðir sérsmíðaðar og málaðar til þess að passa við þá glugga sem eru í húsinu.

Opnaðu út í garðinn

Nytsamleg og orkusparandi hönnun Lacuna hleypir miklu náttúruljósi inn. Hurðakerfi Lacuna er hannað og framleitt með hátt einangrunargildi sem er náð með tvöföldum þéttikanti í rammanum og þrefaldur þéttikantur í falsi. Lacuna hurðir eru framleiddar til að þola hitastig frá -60°C til um +50°C. Þetta er ástæða þess að Lacuna fellihurðir virka allt frá Norðurheimskautinu til Suður Afríku. Góð þétting virkar í báðar áttir.

Í öllum máluðum fellihurðum Lacuna er notast við hitaðan beykivið sem þenst ekki út í raka. Hitaður beykiviður er jafn þolinn og tekkviður. Beykiviðurinn er með hærra einangrunargildi en fura og aðrir óunnir viðir. Vegna rakaþols beykiviðsins brotnar málningin ekki og þarf því ekki að mála þær í 15-50 ár eftir veðuraðstæðum.

Búðu til garð í blokk

Þar sem að íbúðafjölgun er algeng og svalir oft ekki mjög stórar er tilvalið að opna svalagatið með Lacuna fellihurð. Þetta mun ekki bara auka loftgæðin í íbúðinni, heldur mun þetta líka stækka hana töluvert.