Ný vara með 30 ára reynslu
VELFAC gluggar eru sérsmíðaðir samkvæmt þínum óskum. Allt frá stærð glugga, litasamsetningu ytra- og innra-byrði niður í áferð og útlit handfanga.
Allt frá árinu 1952 hafa hönnuðir og verkfræðingar VELFAC unnið að þróun glugganna til að mæta síauknum kröfum um gæði, endingu og virkni.
Að innan er sérvalinn samlímdur gæða kjarnviður sem eykur endingu gluggans og minnkar viðhald. Viðurinn er fyrst þrýstivarinn með fúavörn og síðan málaður með bestu efnum sem völ er á.
Að velja glugga til framtíðar er mikilvæg fjárfesting. Það borgar sig því að gefa sér góðan tíma og vanda valið með því að skoða alla kosti með tilliti til gæða, flottrar hönnunar, orkusparnaðar og góðrar endingar. Með VELFAC gluggum sameinar þú alla þessa kosti.
Mikil einangrun og orkusparnaður
Þetta er einfaldlega gert með því að lengja karminn um 24 mm. Það þýðir á sama tíma, að gluggann er hægt að ísetja með fúguna 35 mm frá ytri brún hans. Með fúguna svo vel staðsetta, er einstöku svífandi útliti Velfac 200 hönnunarinnar viðhaldið.
Hurðir eftir þínu sniði og hugmyndum
Í öllum máluðum fellihurðum Lacuna er notast við hitaðan beykivið sem þenst ekki út í raka. Hitaður beykiviður er jafn þolinn og tekkviður. Beykiviðurinn er með hærra einangrunargildi en fura og aðrir óunnir viðir. Vegna rakaþols beykiviðsins, brotnar málningin ekki og þarf því ekki að mála þær í 15-50 ár eftir veðuraðstæðum.
Verðlaunaðir og orkusparandi þakgluggar til ísetningar á flötu þaki
SkyVision Ecoline er með besta einangrunargildið. Ecoline er með sterku háeinangrandi þreföldu gleri. Öflug lausn þar sem þörf er á harðgerðum glugga.
SkyVision Walk-On er fyrir fleti þar sem gengið er á, t.d. veröndum og þakpöllum. Glerið er sérframleitt 52mm þykkt og álagasprófað fyrir 500kg per m2. Hægt er að fá ógagnsætt gler og svokallaða anti-slip klæðningu. Walk-On gluggarnir hafa unnið til hinna virðulegu Batiweb verðlaunanna í flokknum “Gluggar og verandir” í Frakklandi.
SkyVision Fixed eru fastir gluggar sem hægt er að nota þar sem þörf er á náttúrulegu ljósflæði. Bara stakur gluggi hefur mikil áhrif í lokuðum og dimmum rýmum.
SkyVision Circular eru með hringlaga toppramma sem staðsetja skal ofaná viðarkarminn.
SkyVision Comfort er hægt að nota þar sem bæði er þörf fyrir birtu og loftun. Glugginn er með rafstýrðri opnun þar sem rafbúnaðurinn er innbyggður og þar með falinn í trékarminn. Glæsileg og hagnýt lausn sem tryggir gott andrúmsloft innanhúss.