Vitral Plissé Gardínur

Vitral Plissé Gardínur – Glæsilegar og árangursríkar!

Vilji maður hafa góða stjórn á loftslagi innanhús, er mikilvægt að geta stjórnað magni ljósflæðis sem fer inní húsið. Plissé-gardínur eru glæsileg og árángursrík lausn, til þess að komast hjá óþarflega mikilli kyndingu.

Plissé-gardínur eru líka góð vörn gegn beinu sólarljósi, sem getur verið mjög truflandi þegar maður vinnur við tölvuskjá eða horfir á sjónvarp.

Vitral-blinds-1

Efni

Plissé-gardínurrnar frá Vitral eru framleiddar úr hágæða UV-stabílu, rykfráhrindandi, eins- eða tveggja laga (“honeycomb“) polyester. Þær fást í mörgum litum, en Vitral mælir með að nota sem hlutlausasta liti. Hægt er að fá gardínurnar í 5 efnisgerðum.

Plissé-gardínurrnar hanga í sterkum, ekki-teygjanlegum, plast-húðuðum, þunnum stálvír. Þegar gardínurnar færast upp eða niður, eru þær dregnar af þunnum nælon þráð. 24V fyrirferðalitli mótorinn, er falinn í skinnu í toppnum.

Tegundir

Ef maður vill hafa mikið myrkur í rýminu, getur maður notað sérstakar myrkragardínur, sem einungis hleypa örlítilli ljósræmu í gegn út við brúnirnar.  Þetta er tilvalið í svefnherbergjum, ráðstefnurýmum og öðrum rýmum, þar sem ósk er um nær algjört myrkur.

Plissé-gardínurrnar frá Vitral er hægt að nota með ofanljósum frá Vitral (A98 og A74) og með SkyVision þakgluggunum sem aðallega eru notaðir á flöt þök.  Þar sem gardínurnar eru ísettar í sjálfann panel rammann, er líka hægt að fá þær í opnanlega þakglugga eða SkyVision Comfort þakgluggana.  Þó mælum við ekki með því að gardínurnar séu niðri þegar þakglugginn er opinn.

Vitral-blinds-2

Vitral-blinds-3

Ísetning

Ísetningin er mjög einföld. A98- og A74-glerfletirnir ásamt Skyvision þakgluggunum, eru framleiddir með einföldum smellu búnaði.  Plissé-gardínurrnar eru ísettar í lokin, eftir að glerþakið eða SkyVision þakglugginn er ísettur.  Það er líka mjög einfalt að ísetja smellu búnaðinn eftirá, í glerþök og SkyVision þakglugga sem eru þegar ísettir og þar á eftir plissé-gardínurnar.

Vitral plissé-gardínurnar færast með aðstoð 24V mótors og þeim er stýrt með annaðhvort upp/stop/niður-veggrofa eða fjarstýringu.

Möguleikar og takmarkanir

Mál/stærðir Plissé-gardína:

  • Breidd: 400-1500 mm
  • Hæð: Hægt að fá þær í sömu hæð og Vitral panelar / Skyvision þakgluggar.

I SkyVision þakgluggum eru sólargardínurnar staðsettar ca. 5 cm frá botni karmsins.

Plissé-gardínur færast alltaf upp/niður í þakglugganum, aldrei þversum. Mótorinn er alltaf staðsettur ofan við gardínurnar.

Vitral-blinds-4

Faris.is | Vitral Plissé Gardínur