SkyVision þakgluggar

SkyVision – Verðlaunaðir, orkusparandi þakgluggar til ísetningar á flötu þaki.

Skyvision ofanljós eru fallegir gluggar sem hleypa hámarks birtu inní húsið. Hönnunin er tímalaus og með stílhreinum línum. Einangrunargildi á bæði varma og hljóði er í hámarki.

Skyvision er til í 5 tegundum – hver með einstökum eiginleikum, sem upfylla mismunandi sérþarfir – og í þeirri stærð sem óskað er.

Samblandan af rammalausri hönnun með hámárks birtuflæði, háu einangrunargildi og þéttleika, gerir gluggana einstaka.

SkyVision-Fixed

SkyVision Fixed

Fixed eru fastir gluggar, sem hægt er að nota þar sem þörf er á náttúrulegu ljósflæði. Bara stakur gluggi hefur mikil áhrif í lokuðum og dimmum rýmum.

SkyVision Circular

Circular er með hringlaga toppramma, sem staðsetja skal ofaná viðarkarminn (ekki Vitral).

SkyVision-circular

SkyVision-Comfort

SkyVision Comfort

Comfort er hægt að nota þar sem bæði er þörf fyrir birtu og loftun.  Glugginn er með rafstýrðri opnun, þar sem rafbúnaðurinn er innbyggður og þar með falinn i trékarminum. Glæsileg og hagnýt lausn, sem tryggir gott andrúmsloft innanhús.

SkyVision Ecoline

U-gildi þessa glugga er 0,65 W/m2K og er þar af leiðandi glugginn með besta einangunargildið í þessum vöruflokk. Ecoline er með sterku, háeinangrandi þreföldu gleri. Öflug lausn þar sem þörf er á harðgerðum glugga.

SkyVision-Ecoline

SkyVision-WalkOn

SkyVision Walk-On

Walk-On er fyrir fleti sem gengið er á, td. á veröndum og þakpöllum. Glerið er sérframleitt,  52 mm þykkt og  álagsprófað fyrir 500 kg. pr. m2.  Ef þess er óskað að glerið sé ógagnsætt, er hægt að fá opal laminerað gler. Ef sleipivörn óskast, getum við boðið ”anti-slip” klæðningu.  Walk-On  gluggarnir, hafa unnið til virðulegu Batiweb Award verlaunanna, í flokknum ”Gluggar og Verandir” í Frakklandi.

Faris.is | SkyVision þakgluggar