foamglaslogo

Við erum stoltir af því að vera í samvinnu við hið þekkta fyrirtæki Pittsburgh Corning Europe sem framleiðir FOAMGLAS® einangrunarefni.

FOAMGLAS® er eina einangrunarefnið á markaðinum sem er algjörlega vatns-og rakahelt, er 100% eldfast og gefur ekki frá sér nein mengandi efni eða eiturgufur. Efnið er þess eðlis að það hvorki rýrnar né þrútnar með tímanum.  FOAMGLAS samanstendur af ólífrænni efnasamsetningu sem hvorki rotnar né myglar, er ónæmt fyrir skordýrum og nagdýr vinna ekki á því.
FOAMGLAS® er nær eingöngu búið til úr gleri (60% endurunnið gler) og inniheldur ekki  klórflúorkolefni eða önnur efni sem talið er valda þynningu ósonlagsins. Vegna eiginleika glers þolir FOAMGLAS lífræn leysiefni eins og ýmsar jarðvegssýrur. Uppbygging glerfroðunnar í FOAMGLAS er þess eðlis að mjög auðvelt er að vinna með það. Með venjulegri viðarsög er hægt að forma einangrunarplöturnar eftir þörfum hvers og eins. Hafðu samband og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.

Hafðu samband við sölufulltrúa í síma 571 0910 og fáðu nánari upplýsingar

FOAMGLAS NOTAÐ Í HÖRPUNA

harpan

Vegna einstakra eiginleika FOAMGLAS einangrunarefnisins var ákveðið að nota það í byggingu Hörpunar í Reykjavík.  FOAMGLAS einangrun er 100% vatns- og rakaheld og þolir meiri þýsting og pressu en önnur sambærileg efni.

FRAMLEIÐSLUFERLI FOAMGLAS

processmyndsmallHráefnin og framleiðsluaðferð FOAMGLAS® einangrunar eru þeir lykil þættir sem gera þetta einangrunarefni einstakt. Með sambræðslu glers, sandi, dólomít (kalsíum-magnesíum-karbónat), kalki, járnoxíði og fleiri náttúruefnum verður til einstakt glerefni. Glerefnið er malað í duft, litlu magni af kolefnum er blandað við það og það síðan sett í sérstaklega gerð stálmót. Mótið fer í gegnum há-hita ofn þar sem glerduftið umbreytist í glerfrauð. Glerfrauðið er byggt upp af milljónum kúlulaga loftþéttra hólfa sem gefur FOAMGLAS® einangruninni mikinn styrk, þéttleika og hið mikla einangrunargildi. Þar sem ekki er um trefjaefni að ræða heldur sambræddar frauðkúlur drekkur efnið ekki í sig raka og er þar að auki gríðalega sterkt. Skoða nánar framleiðsluferli FOAMGLAS hér

ÝMIS NOT FYRIR FOAMGLAS EINANGRUN

loftoggolf

FOAMGLAS® Fyrir loft og gólf

Þar sem gerðar eru miklar kröfur um þéttleika, einangrunargildi, burðarþol og eldvörn.

veggir

FOAMGLAS® Fyrir veggi

Notað á út-og innveggi undir klæðningar eða múrhúð. Sérlega hentugt í votrými og sem eldvörn.

roraeinangrun

FOAMGLAS® Fyrir iðnað

Þar sem krafan er langur endingartími, mikið einangrunargildi og hitaþol.

ÓTVÍRÆÐIR EIGINLEIKAR FOAMGLAS

kostir123

1. FOAMGLAS® er vatnshelt
2. FOAMGLAS® skordýr og nagdýr vinna ekki á því
3. FOAMGLAS® þolir mikinn þrýsting

kostir456

4. FOAMGLAS® er eldfast
5. FOAMGLAS® þolir heitar gufur
6. FOAMGLAS® hvorki rýrnar né þrútnar

kostir789

7. FOAMGLAS® þolir sýrur
8. FOAMGLAS® auðvelt að vinna með
9. FOAMGLAS® er umhverfisvænt

EINSTAKIR EIGINLEIKAR FOAMGLAS® EINANGRUNAR

Skoðaðu myndband um þakkerfi FOAMGLAS® einangrunar

FOAMGLAS® fyrir flöt þök. Heitlíming

Eitt af mikilvægustu notkunarlausnum FOAMGLAS® er einangrunarkerfið fyrir flöt þök. (Skoða PDF skjal hér).  Samþjöppuð lögin mynda eina heild og útiloka því rakamyndun á milli laga eða við yfirborð gólfs og veggja.
Eiginleikar FOAMGLAS® eru þess eðlis að hægt er að nota nánast hvaða yfirborðsefni sem er ofan á einangrunina. Hvort sem það er jarðvegur fyrir gróður, hellur eða malaryfirborð þá er styrkur og stöðugleiki FOAMGLAS® nægjanlegur.
Einstök uppbygging efnisagna FOAMGLAS® einangrunar gerir það að verkum að hægt er að nota það undir þungu fargi. Burðarþol FOAMGLAS® er allt að 803 N/mm² sem gefur hönnuðum möguleika á víðtækri notkun.
Þar sem FOAMGLAS® er að stærsum hluta búið til úr endurunnu gleri skipar það sér á stall með umhverfisvænstu einangrunarefnum sem völ er á.

Skoðaðu myndband um veggjaeinangrun með FOAMGLAS®

FOAMGLAS® fyrir veggi.

Ólíkt loftfylltum einangrunarefnum eins og ullareinangrun þarf FOAMGLAS® einangrun ekki sérstakt loftþéttilag eins og plastdúk eða þéttilímband til þess að verða loftþétt. Slíkar þéttingar geta auðveldlega bilað og rýrt einangrun veggjarins.
Þar sem hætta er á rakamyndun í útveggjum er FOAMGLAS® einangrun einstaklega góð. Þanstuðull FOAMGLAS® er svipaður og þanstuðull steypu sem gerir það að verkum að efnið losnar síður frá veggnum.
Þegar kemur að eldtefjandi einangrunarefni hefur FOAMGLAS® einangrun algera yfirburði á við önnur efni. Þar sem FOAMGLAS® er búið til úr gleri sem bráðnar við 1500°C gefur það auga leið að FOAMGLAS® hefur mikla eldvarnareiginleika. Fáðu nánari upplýsingar í síma 571 0910

Skoðaðu myndband um hvernig FOAMGLAS® er notað með kaldlímingu

FOAMGLAS® fyrir þök. Kaldlíming

Einn af megin kostum á notkun FOAMGLAS® einangrunar er að ekkert loftrúm myndast á milli yfirborðs og einangrunar. Þetta á við hvort heldur notað er kaldlímíng eða heitlíming. PC®500 einþátta lím harðnar aldrei alveg heldur verður teygjanlegt með mjög mikla festigetu. Þetta getur verið mjög hentugt þar sem miklar hitasveiflur eiga sér stað. Vinnslutími límsins eru 2-3 tímar sem eykur verulega vinnuafköst.  Hægt er að vinna með PC®500 í hvaða hitastigi sem er (-30°C – +80°C).

FOAMGLAS® ONE EINANGRUN

YON_8773_transparantFOAMGLAS® ONE einangrun er létt, sterkt og auðunnið frauðefni sem samsett er úr milljónum gleragna. Þrátt fyrir að FOAMGLAS® ONE sé gert úr glerögnum er það fullkomlega þétt. Það rýrnar ekki né þrútnar, er 100% vatns og rakahelt og inniheldur ekki  klórflúorkolefni eða önnur efni sem talið er valda þynningu ósonlagsins. FOAMGLAS® ONE er framleitt samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum og stærðum. Einnig er hægt að sérpanta stærðir eftir óskum viðskiptavina. Skoða betur hér

FOAMGLAS® HLB

Floor_BoardFOAMGLAS® ONE einangrun er létt, sterkt og auðunnið frauðefni sem samsett er úr milljónum gleragna. Þrátt fyrir að FOAMGLAS® ONE sé gert úr glerögnum er það fullkomlega þétt. Það rýrnar ekki né þrútnar, er 100% vatns og rakahelt og inniheldur ekki  klórflúorkolefni eða önnur efni sem talið er valda þynningu ósonlagsins. FOAMGLAS® ONE er framleitt samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum og stærðum. Einnig er hægt að sérpanta stærðir eftir óskum viðskiptavina. Skoða betur hér

Faris.is | FOAMGLAS Einangrunarefni