velfaclogo2VELFAC hágæða ál/tré gluggar hafa prýtt Íslenskar byggingar í yfir 20 ár. Hver gluggi er sérsmíðaður eftir þínum óskum og í hann er valið efni eftir ýtrustu gæðakröfum . Álið að utan er raflakkað og er því nær viðhaldsfrítt. Að innan er sérvalinn gæðaviður með 8mm kvistalausum harðviði efst á gluggakarmi sem eykur endingu gluggans og minnkar viðhald. Viðurinn er fyrst þrístivarinn með fúavörn og síðan málaður með bestu efnum sem völ er á. Gluggarnir eru litaðir eftir óskum viðskiptavina. Gluggar

foamglaslogoFOAMGLAS® er eina einangrunarefnið á markaðinum sem er algjörlega vatns-og rakahelt, er 100% eldfast og gefur ekki frá sér nein mengandi efni eða eiturgufur. Efnið er þess eðlis að það hvorki rýrnar né þrútnar með tímanum.  FOAMGLAS samanstendur af ólífrænni efnasamsetningu sem hvorki rotnar né myglar, er ónæmt fyrir skordýrum og nagdýr vinna ekki á því.
FOAMGLAS® er nær eingöngu búið til úr gleri (60% endurunnið gler) og inniheldur ekki  klórflúorkolefni eða önnur efni sem talið er valda þynningu ósonlagsins. Vegna eiginleika glers þolir FOAMGLAS lífræn leysiefni eins og ýmsar jarðvegssýrur. Uppbygging glerfroðunnar í FOAMGLAS er þess eðlis að mjög auðvelt er að vinna með það. Með venjulegri viðarsög er hægt að forma einangrunarplöturnar eftir þörfum hvers og eins. Hafðu samband og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér

vitral-logoVitral var stofnað 1956 og er því eitt elsta og reyndasta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu þakglugga. Vitral hefur uppá fjölmargar lausnir að bjóða þegar skila þarf birtu frá þaki og niður í rými. Ef það vantar birtu frá þakinu og niður sýnum við okkar styrk og þekkingu í því að búa til góða lausn með þakgluggum sem virka í öllum veðrum.

Margra ára þekking og reynsla Vitral á sviði þakglugga lausna er trygging viðskiptavina okkar á áræðanleika, langvarandi endingu og orkusparandi lausnum. Vitral Group samanstendur af þrem fyrirtækjum: Vitral A/S í Danmörku, Vitral Ltd. í Englandi og UAB Vitral í Litháen. Frá árinu 2010 hefur öll framleiðsla verið í Litháen, fyrirtækið er með 3500m2 verksmiðju þar sem aðstaða og aðbúnaður er mjög nútímalegur. Í verksmiðjunni í Litháen tökum við einnig á móti viðskiptavinum okkar.

Öll þrjú fyrirtækin vinna náið saman í vöruþróun, verkefnastjórnun, áætlanagerð, innkaupum og ráðgjöf. Vitral starfar samkvæmt ISO 9000:2001 staðli sem viðurkenndur er af danska ríkinu frá september 2007. Vitral leggur mikla áherslu á að starfsmenn séu faglegir og vel þjálfaðir. Vitral kappkostar að hafa þarfir viðskiptavinarins ávallt í fyrirrúmi. Hjá fyrirækjunum starfa ca.60 manns (vor 2014).  Vitral varð sjálfstætt einkafyrirtæki árið 2005. Nánari upplýsingar hér

vitral-logo

Plissé-gardínurrnar frá Vitral eru framleiddar úr hágæða UV-stabílu, rykfráhrindandi, eins- eða tveggja laga (“honeycomb“) polyester. Þær fást í mörgum litum, en Vitral mælir með að nota sem hlutlausasta liti. Hægt er að fá gardínurnar í 5 efnisgerðum.

Plissé-gardínurrnar hanga í sterkum, ekki-teygjanlegum, plast-húðuðum, þunnum stálvír. Þegar gardínurnar færast upp eða niður, eru þær dregnar af þunnum nælon þráð. 24V fyrirferðalitli mótorinn, er falinn í skinnu í toppnum.

Nánari upplýsingar hér

Faris.is | Vöruúrval